Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:00 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/vilhelm Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent