Innlent

Hálka á Hellisheiði

Myndin er gömul
Myndin er gömul

Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja um allt

Suður- og Vesturland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld.

Á Vestfjörðum er háka og skafrenningur á Kleifarheiði og Hálfdáni,

snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og hálka á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á

Öxnadalsheiði, þæfingur og éljagangur á Þverárfjalli. Éljagangur er á

flestum leiðum í kringum Akureyri.

Á Norðausturlandi og Austurlandi er víða greiðfært. Þó eru sumstaðar

hálkublettir og þá sérstaklega á útvegum. Hálkublettir er á Fagradal og

Fjarðarheiði, hálka á Oddskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir og snjóþekja. Vegna vinnu við boranir í norðanverðum Hvalfjarðargöngum eru vegfarendur beðnir að taka tillit til hraðtakmarkana og fara sértaklega gætilega í kringum starfsmenn sem er við störf.

Ásþungi Víðast hvar er verið að aflétta þungatakmörkunum á þjóðvegum landsins. Þær þungatakmarkanir sem eftir eru takmarkast við svæðið frá Hvolsvelli að

Fáskrúðsfirði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×