Ólafur tekur drottningu fram yfir Vigdísi 15. apríl 2010 08:00 Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisafmæli sínu í Háskólabíói. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg
Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33
Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42