Andað léttara - en hvað með Icelandair Group? Þórir Garðarsson skrifar 29. apríl 2020 14:35 Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun