Lífið

Fjarflutningur Aurora og Stúlknakórs Reykjavíkur á Rómeó og Júlía

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega vel útsett miðað við aðstæður. 
Einstaklega vel útsett miðað við aðstæður. 

Kórarnir Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur fengu það tækifæri að taka þátt í 9líf, söngleiknum um Bubba Morthens, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu þann 13. mars 2020.

Vegna samkomubanns hafa stúlkurnar ekki getað sungið saman í rúmar tvær vikur og ákveðið var að setja saman lítið verkefni. Hver og ein tók upp myndband af sér syngja lagið Rómeo og Júlía.

Í ljósi aðstæðna var lagið það sérlega viðeigandi að taka fyrir Rómeo og Júlíu en í verki Shakespears skipuðu yfirvöld Jóni munki í sóttkví vegna farsóttar. Rómeo fékk því aldrei skilaboðin um að Júlía væri ekki dáin með hræðilegum afleiðingum.

Myndband af flutningi kórana er í dreifingu á Facebook og hefur fengið mikil og góð viðbrögð.

Kórar: Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur

Tónlist: Bubbi Morthens

Útsetning og hljóðblöndun: Guðmundur Óskar Guðmundsson.

tónlistarstjóri sýningarinnar.

Kórstjóri: Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Hljómsveit:

Aron Steinn Ásbjarnarson, saxófónn

Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur

Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanó og hljómborð

Örn Eldjárn, gítar

Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassi og upptökustjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.