Innlent

Tvær bílveltur á Suðurnesjum í dag

Tvær bílveltur voru á Suðurnesjum í dag. Um klukkan átta í morgun valt bíll í Grindavík og þremur tímum síðar á Garðsvegi.

Í hvorugt skipti var um að ræða slys á fólki. Kranabifreiið þurfti til að fjarlægja aðra bifreið eftir árekstur í Reykjanesbæ í dag.

Karlmaður var síðan handtekinn vegna ölvunar á almannafæri. Hann hafði verið til ónæðis víðsvegar um bæinn í dag. Hann fær að sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×