Formúla 1

Alonso: Schumacher keppir um titilinn

Michael Schumahcer og Fernando Alonso háðu margan harðan bardagan á árum áður.
Michael Schumahcer og Fernando Alonso háðu margan harðan bardagan á árum áður. mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso sem er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Felipe Massa telur að Michael Schumacher verði meðal þeirra sem keppi um titilinn í ár. Samt er Schumacher aðeins tíundi í stigamótinu, með 9 stig, en Felipe Massa sem er efstur er með 39 og Alonso 37 ásamt Sebastian Vettel. ,,Hann er ennþá Schumacher sem við þekktum. Ég ber sömu virðingu fyrir honum eins og fyrir þremur árum og hann á eftir að sýna sinn sanna styrk um leið og keppnisbíll hans batnar", sagði Alonso í samtali við Sport Bild í Þýskalandi. ,,Ég trúi því í alvöru að Schumacher verði í slagnum um titilinn í ár. Útaf reglunum nýju þá verður ekkert lið með yfirburði, eins og Ferrari var. Það er aðeins einn maður sem gat unnið 5-6 titla í einum rykk. Ég tel að met Schumacher muni standa óhreyft", sagði Alonso.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×