Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8% Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2020 16:27 Verslunareigandi í New Jersey hugar að búð sinni sem er lokuð vegna faraldursins. Líkt og annars staðar er efnahagslíf Bandaríkjanna í lamasessi. AP/Matt Rourke Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12