Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:00 Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira