Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 07:30 Chris Paul og Kobe Bryant í leik fyrir meira en áratug síðan. Getty/Noah Graham Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. Oklahoma City Thunder tapaði þá með tíu stigum á móti Dallas Mavericks 107-97. Auk fjarveru Chris Paul þá var Kobe minnst á marga vegu þetta kvöld. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 11 fráköst. Dennis Schroder skoraði 21 stig fyrir OKC. Luka pays tribute to all the victims of yesterday's tragedy on his kicks tonight. (via @dallasmavs) pic.twitter.com/2AXOi8znw1— Yahoo Sports (@YahooSports) January 28, 2020 Eftir síðasta leik Oklahoma City Thunder þá fór Chris Paul heim til Los Angeles til að fylgjast með danssýningu dóttur sinnar og hann var þar þegar fréttist af þyrluslysi Kobe Bryant. „Ég hef talað við hann en það verða áfram einkasamtöl og ég ætla ekki að segja frá þeim. Það sem við ræddum var á milli mín og Chris en það er í lagi með hann. Hann tók sér einn persónulegan dag,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City Thunder. Þetta er í fyrsta sinn í vetur þar sem Chris Paul er ekki í búningi en hann hefur gert mjög góða hluti með Oklahoma City liðinu. Chris Paul will miss his first game of the season as he mourns the loss of friend Kobe Bryant. #NBAhttps://t.co/EeJjoKYu2k— ESPN5 (@Sports5PH) January 28, 2020 Chris Paul og Kobe Bryant urðu mjög nánir þegar þeir léku saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum og Paul ásamt þeim Carmelo Anthony og Dwyane Wade buðu Kobe Bryant í sérstakan veislukvöldverð á síðastu Stjörnuhelginni hans árið 2016. Chris Paul hefur átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder og er maðurinn sem tekur yfir hjá liðinu í look leikja. Hann er með 17,2 stig, 5,0 fráköst og 6,4 stoðsendingar að meðaltali og enginn skorar meira í deildinni en þegar úrslit leikjanna eru að ráðast svokölluð „clutch-time“ stig. Buddy Hield goes for a career-high 42 PTS, 9 3PM, and the @SacramentoKings come back from 27 down to win in OT. De'Aaron Fox: 22 PTS, 7 REB, 8 AST Nemanja Bjelica: 20 PTS, 9 REB, 8 AST pic.twitter.com/qZmuW5rcLT— NBA (@NBA) January 28, 2020 Eric Gordon skoraði 50 stig og sá til þess að vængbrotið lið Houston Rockets vann 126-117 útisigur á Utah Jazz án þeirra James Harden og Russell Westbrook. Danuel House Jr. og Austin Rivers voru báðir með 21 stig en þetta var fyrsta tap Utah á heimavelli síðan 9. desember. Eric Gordon varð fyrsti leikmaður Houston Rockets, sem ekki heitir James Harden, til að skora 50 stig í leik síðan að Hakeem Olajuwon gerði það í janúar 1996. The @DetroitPistons pay tribute to Kobe Bryant by wearing No. 24 and No. 8 jerseys during pregame introductions. pic.twitter.com/dOuXgsiAlF— NBA (@NBA) January 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Houston Rockets 117-126 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 110-109 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 129-133 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 97-107 Miami Heat - Orlando Magic 113-92 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 100-115 De'Aaron Fox intentionally misses the free-throw, gets the rebound and lays it in to force OT. pic.twitter.com/FY2nrEpAQk— NBA (@NBA) January 28, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. Oklahoma City Thunder tapaði þá með tíu stigum á móti Dallas Mavericks 107-97. Auk fjarveru Chris Paul þá var Kobe minnst á marga vegu þetta kvöld. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 11 fráköst. Dennis Schroder skoraði 21 stig fyrir OKC. Luka pays tribute to all the victims of yesterday's tragedy on his kicks tonight. (via @dallasmavs) pic.twitter.com/2AXOi8znw1— Yahoo Sports (@YahooSports) January 28, 2020 Eftir síðasta leik Oklahoma City Thunder þá fór Chris Paul heim til Los Angeles til að fylgjast með danssýningu dóttur sinnar og hann var þar þegar fréttist af þyrluslysi Kobe Bryant. „Ég hef talað við hann en það verða áfram einkasamtöl og ég ætla ekki að segja frá þeim. Það sem við ræddum var á milli mín og Chris en það er í lagi með hann. Hann tók sér einn persónulegan dag,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City Thunder. Þetta er í fyrsta sinn í vetur þar sem Chris Paul er ekki í búningi en hann hefur gert mjög góða hluti með Oklahoma City liðinu. Chris Paul will miss his first game of the season as he mourns the loss of friend Kobe Bryant. #NBAhttps://t.co/EeJjoKYu2k— ESPN5 (@Sports5PH) January 28, 2020 Chris Paul og Kobe Bryant urðu mjög nánir þegar þeir léku saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum og Paul ásamt þeim Carmelo Anthony og Dwyane Wade buðu Kobe Bryant í sérstakan veislukvöldverð á síðastu Stjörnuhelginni hans árið 2016. Chris Paul hefur átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder og er maðurinn sem tekur yfir hjá liðinu í look leikja. Hann er með 17,2 stig, 5,0 fráköst og 6,4 stoðsendingar að meðaltali og enginn skorar meira í deildinni en þegar úrslit leikjanna eru að ráðast svokölluð „clutch-time“ stig. Buddy Hield goes for a career-high 42 PTS, 9 3PM, and the @SacramentoKings come back from 27 down to win in OT. De'Aaron Fox: 22 PTS, 7 REB, 8 AST Nemanja Bjelica: 20 PTS, 9 REB, 8 AST pic.twitter.com/qZmuW5rcLT— NBA (@NBA) January 28, 2020 Eric Gordon skoraði 50 stig og sá til þess að vængbrotið lið Houston Rockets vann 126-117 útisigur á Utah Jazz án þeirra James Harden og Russell Westbrook. Danuel House Jr. og Austin Rivers voru báðir með 21 stig en þetta var fyrsta tap Utah á heimavelli síðan 9. desember. Eric Gordon varð fyrsti leikmaður Houston Rockets, sem ekki heitir James Harden, til að skora 50 stig í leik síðan að Hakeem Olajuwon gerði það í janúar 1996. The @DetroitPistons pay tribute to Kobe Bryant by wearing No. 24 and No. 8 jerseys during pregame introductions. pic.twitter.com/dOuXgsiAlF— NBA (@NBA) January 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Houston Rockets 117-126 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 110-109 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 129-133 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 97-107 Miami Heat - Orlando Magic 113-92 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 100-115 De'Aaron Fox intentionally misses the free-throw, gets the rebound and lays it in to force OT. pic.twitter.com/FY2nrEpAQk— NBA (@NBA) January 28, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira