Ummæli Halldórs brosleg 9. september 2004 00:01 Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli utanríkisráðherra um Evrópusambandið fyrst og fremst til þess fallin að róa Sjálfstæðismenn. Á meðan utanríkisráðherra líki sjávarútvegsstefnu ESB við nýlendustefnu kaupi Íslendingar þar veiðiheimildir sem aldrei fyrr. Halldór Ásgrímsson líkti í gær fiskveiðistefnu Evrópusambandsins við nútíma nýlendustefnu og útilokaði aðild á meðan hún væri við lýði, enda kostaði hún afsal yfir fiskimiðum landsins. Jóhann Ársælsson alþingismaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis segir að ummæli Halldórs séu fyrst og fremst hlýjar kveðjur og þakklæti til samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Hann segir ummæli utanríkisráðherra brosleg, enda sé erfitt að sjá hvað hafi breyst síðan hann hafi lýst yfir áhuga á mögulegri aðild og að breytingar á fiskveiðistefnu sambandsins væru mögulegar. Jóhann segir Halldór einungis vera að senda skilaboð til Sjálfstæðismanna um að þeir geti verið rólegir þó að hann sé sestur í stól forsætisráðherra. Hann telur athyglisvert að á sama tíma og Halldór segi ESB vera á nýlenduveldisbraut, kaupi Íslendingar veiðiheimildir á svæðinu sem aldrei fyrr. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fleiri telji stefnuna greinilega ekki verri en svo. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi einungis áréttað fyrri stefnu í Evrópumálum. Að Íslendingar þurfi sérstaka beitingu á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins til þess að hún sé okkur hagstæð. Hann sé einungis að fara fram á sama sveigjanleika af hálfu ESB og hafi verið sýndur suður- og austur-Evrópuþjóðum, sem og Svíum og Finnum, sem hafi fengið undanþágu frá landbúnaðarstefnu sambandsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli utanríkisráðherra um Evrópusambandið fyrst og fremst til þess fallin að róa Sjálfstæðismenn. Á meðan utanríkisráðherra líki sjávarútvegsstefnu ESB við nýlendustefnu kaupi Íslendingar þar veiðiheimildir sem aldrei fyrr. Halldór Ásgrímsson líkti í gær fiskveiðistefnu Evrópusambandsins við nútíma nýlendustefnu og útilokaði aðild á meðan hún væri við lýði, enda kostaði hún afsal yfir fiskimiðum landsins. Jóhann Ársælsson alþingismaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis segir að ummæli Halldórs séu fyrst og fremst hlýjar kveðjur og þakklæti til samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Hann segir ummæli utanríkisráðherra brosleg, enda sé erfitt að sjá hvað hafi breyst síðan hann hafi lýst yfir áhuga á mögulegri aðild og að breytingar á fiskveiðistefnu sambandsins væru mögulegar. Jóhann segir Halldór einungis vera að senda skilaboð til Sjálfstæðismanna um að þeir geti verið rólegir þó að hann sé sestur í stól forsætisráðherra. Hann telur athyglisvert að á sama tíma og Halldór segi ESB vera á nýlenduveldisbraut, kaupi Íslendingar veiðiheimildir á svæðinu sem aldrei fyrr. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fleiri telji stefnuna greinilega ekki verri en svo. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi einungis áréttað fyrri stefnu í Evrópumálum. Að Íslendingar þurfi sérstaka beitingu á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins til þess að hún sé okkur hagstæð. Hann sé einungis að fara fram á sama sveigjanleika af hálfu ESB og hafi verið sýndur suður- og austur-Evrópuþjóðum, sem og Svíum og Finnum, sem hafi fengið undanþágu frá landbúnaðarstefnu sambandsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira