Rúmlega 100 fastir á Landspítala 13. desember 2004 00:01 Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira