Eiginkonan reyndi endurlífgun 13. desember 2004 00:01 Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira