Viðskipti innlent

Kaupauka skotið undan skatti

Mörg dæmi eru um að forsvarsmenn fyrirtækja sem gera kaupréttarsamninga komi sér undan greiðslu tekjuskatts af bréfunum. Þetta kemur fram í skýrslu skattsvikanefndar sem skilaði niðurstöðu til Alþingis fyrir helgi. Mjög hefur færst í vöxt að stjórnendum sé greiddur kaupauki í formi kaupréttar á hlutabréfum á undirverði. Í skýrslunni segir að mörg dæmi séu um að handhafar kaupréttar láti hann í hendur eignarhaldsfélags sem þeir stofna erlendis. Eignarhaldsfélagið fær hlutabréfin á umsömdu undirverði og stjórnendur sleppa við að gefa kaupaukann upp til skatts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×