Innlent

Rektor ráðinn í lok mánaðarins

Enn er óvíst hver tekur við starfi rektors Háskóla Reykjavíkur
Enn er óvíst hver tekur við starfi rektors Háskóla Reykjavíkur

Ekki liggur enn ljóst fyrir hver staðgengill dr.Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors við Háskólann í Reykjavík, verður. Eins og fram hefur komið fer Guðfinna í launalaust leyfi vegna framboðs fyrir alþingiskosningar næsta vor.

Bjarni Ármannsson, bankastjóri og formaður Háskólaráðs, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýr rektor ráðinn í lok mánaðarins. Guðfinna hefur gegnt starfi rektors frá því Háskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×