Innlent

Talning fer fram í dag

Talning atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fara átti fram í gær, var frestað til klukkan tvö í dag þar sem kjörgögn bárust ekki frá Vestmannaeyjum til lands vegna veðurs. Alls kusu um 1.100 manns í Vestmannaeyjum.

Yfirkjörstjórn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum um sjö leytið í gærkvöld að fresta talningunni þar sem telja þarf öll atkvæðin á sama stað, samkvæmt reglum flokksins.

Alls kusu 5.146 í prófkjörinu sem að sögn Kristins M. Bárðarsonar, formanns kjördæmisráðs Samfylkingarinnar, var meira en „bjartsýnustu menn þorðu að vona“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×