Innlent

Samningaviðræður í hnút

Aðilar FG fara fram á svipaða kjaraleiðréttingu og aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa fengið.
Aðilar FG fara fram á svipaða kjaraleiðréttingu og aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa fengið.

Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa hist á fimm árangurslausum fundum til að ræða breyttar forsendur kjarasamnings kennara vegna greinar 16.1 í kjarasamningnum.

Í grein 16.1 er gert ráð fyrir að viðræður verði teknar upp fyrir 1. september 2006 breytist almenn efnahags- eða kjaraþróun í þjóðfélaginu.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að við gerð síðasta kjarasamnings hafi verið gert ráð fyrir 3–4 prósenta verðbólgu en að hún hafi nú farið yfir þau mörk sem reiknað var með. „Þá fara aðilar FG fram á svipaða kjaraleiðréttingu og aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa fengið.“

Ólafur vildi ekki ræða efnislega hvað Launanefnd sveitarfélaga hefði boðið eða hvaða leiðréttingu FG hefði farið fram á.

Um síðustu mánaðamót ritaði stjórn kennarafélags Reykjavíkur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra bréf þar sem hún lýsti sig tilbúna til viðræðna vegna greinar 16.1 í kjarasamingnum.

Vilhjálmur hefur móttekið bréfið. Hann vísaði því til Launanefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×