Innlent

Nemendur velji rektor

Nýlega var reglum skólans breytt í þá átt að starfsmenn og nemendur skólans taka ekki þátt í vali rektors. BÍSN mótmælir þessum breytingum.
Nýlega var reglum skólans breytt í þá átt að starfsmenn og nemendur skólans taka ekki þátt í vali rektors. BÍSN mótmælir þessum breytingum.

Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem fyrirkomulagi á vali rektors við HR og Háskólann á Bifröst er mótmælt. Í báðum skólunum velja háskólaráð eða háskólastjórn rektora án aðkomu nemenda eða fulltrúa þeirra.

Þetta fyrirkomulag við val rektors hefur verið notað við HR í nokkurn tíma, en reglunum um val rektors við Háskólann á Bifröst var nýlega breytt í þessa átt.

Í yfirlýsingunni er háskólaráð Háskólans í Reykjavík hvatt til að að huga að breytingum á þessu fyrirkomulagi, nú þegar núverandi rektor skólans, Guðfinna Bjarnadóttir, hverfur til annarrra starfa. Haukur Logi Karlsson, formaður BÍSN, segir að þetta fyrirkomulag sé í mótsögn við samevrópska viljayfirlýsingu, Bologna-ferlið, sem Íslendingar eru aðilar að. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að starfsmenn og nemendur háskóla taki þátt í vali rektora.

,Það hefur verið mikil óánægja með þessar breytingar uppi á Bifröst; eiginlega má segja að allt hafi verið brjálað,“ segir Haukur.

BÍSN hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að að endurskoða nýsettar reglur um val á rektor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×