Viðskipti innlent

Kaupþing eykur hlutafé bankans

Kaupþing.
Kaupþing.

Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi.

Kaupþing banki segir í tilkynningu um útboðið að rekstur bankans hafi vaxið verulega á undanförnum árum og þá einkum utan Íslands. Hluthafar bankans eru þó enn að langmestu leyti íslenskir og endurspegli það því fyrri stefnu bankans að leggja mesta áherslu á starfsemina á Íslandi. Stjórnendur bankans eru þeirrar skoðunar að breiðari grunnur alþjóðlegra fjárfesta, til viðbótar við hinn stöðuga hóp íslenskra hluthafa, muni styðja við vöxt og viðgang bankans auk þess sem það muni auka enn frekar seljanleika hluta í bankanum.

Í ljósi þessa er markmið Kaupþings með þessu útboðinu einkum að breikka hluthafahóp bankans með því að auka þar hlutfall alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Hlutafjárútboðið mun jafnframt styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við núverandi stefnu um hagkvæmustu nýtingu fjármagns.

Tilkynning Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×