Innlent

Ung kona lést og tveir veikir eftir að hafa tekið inn e-töflur

MYND/Pjetur

Lögreglan í Reykjavík vill vara sérstaklega við notkun e-taflna en aðfaranótt laugardags lést ung kona sem hafði tekið inn e-töflu. Talið er að hún hafi keypt E-töflu af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu sömuleiðis tekið inn e-töflur.

Í ljósi þessa alvarlegu atburða telur lögreglan rétt að vara sérstaklega við notkun e-taflna. Neysla þeirra er að sjálfsögðu ávallt hættuleg og best væri ef fólk léti þær alfarið eiga sig.

Rannsókn málanna heldur áfram en ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×