Viðskipti innlent

Methagnaður hjá SPRON

SPRON.
SPRON.

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári.

Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands segir að hagnaður hafi numið 9,77 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,24 milljörðum króna og svarar þetta til 334,7 prósenta aukningar á milli ára.

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir hagnaðinn nú þegar vera mun meiri en hann var allt síðasta ár, sem þó var langbesta ár SPRON frá upphafi. „Almennur rekstur SPRON og dótturfélaga gekk mjög vel en gengishagnaðar af eignarhlut sparisjóðsins í Exista sem myndaðist við skráningu félagsins í Kauphöll Íslands og jákvæð almenn þróun á hlutabréfamarkaði skapa þó stærstan hluta hagnaðarins," segir hann í tilkynningu frá bankanum.

Þá var arðsemi eigin fjár SPRON 87,1 prósent á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall (CAD) samtæðu bankans í lok tímabilsins var 14,2 prósent en lágmarkshlutfall er 8 prósent lögum samkvæmt.

Hreinar rekstrartekjur SPRON námu 14,8 milljörðum króna sem er 201,7 prósenta aukning frá síðasta ári.

Þá námu útlán til viðskiptavina SPRON tæpum 116,3 milljörðum króna í lok september sem er 36,9 prósenta hækkun á tímabilinu. Innlán nám 60,2 milljörðum á sama tíma, sem er 53,1 prósents hækkun frá áramótum.

Tilkynning frá SPRON til Kauphallar Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×