Viðskipti innlent

Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions

Kaupþing banki.
Kaupþing banki.

Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions.

Þá segir ennfremur að Mosaic Fashions hafi nýverið lokið við yfirtöku á Rubicon Retail. Yfirtaka er til þess fallin að auka virði Mosaic Fashions, að mati greiningardeildarinnar. Sameinað fyrirtæki er með sex kvenfatamerki og eitt skómerki undir sínum hatti og hefur Mosaic því aukið áhættudreifingu í rekstri sínum töluvert. Sé félagið með um 3,7 prósenta markaðshlutdeild á breska kvenfatamarkaðnum, um 1.750 verslanir í 31 landi og yfir 12.500 starfsmenn.

Í Hálffimmfréttum Kaupþings segir að við útgáfu verðmatsins var gengi Mosaic 16,5 krónur á hlut. Verðmatsgengi (DCF value) deildarinnar er hins vegar 22,1 krónu á hlut. Tólf mánaða markgengi (e. target price) er 24,5 krónur á hlut (48,5 prósent yfir gengi félagsins á útgáfudegi) og mælir greiningardeild Kaupþings því með kaupum á bréfum Mosaic Fashions.

<a href="http://www.kbbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9464">Verðmat Kaupþings á Mosaic Fashions</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×