Viðskipti innlent

Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands.

Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum.

Helstu breytingar deildarinnar frá fyrri spá eru lækkanir á eldsneyti og vísbendingar um lægra verð á bifreiðum.

Til hækkunnar vegur fasteignaliðurinn þyngst auk þess sem verðbreytingar á mat- og drykkjavöru hafi komið nokkuð á óvart undanfarna mánuði.

Þá segir greiningardeild bankans að gangi spáin eftir muni verðlag almennt lækka en slíkt gerðist síðast í febrúar á þessu ári þegar vetrarútsölur stóðu sem hæst. Þar áður var verðhjöðnun í nóvember 2005. , líkt og nú, voru verðlækkun á eldsneyti og hækkandi fasteignaverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×