Innlent

Róbert kominn í 3. sæti

Jón Gunnarsson og Róbert Marshall bíða eftir nýjum tölum.
Jón Gunnarsson og Róbert Marshall bíða eftir nýjum tölum. MYND/Vísir

Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti með 772 atkvæði í 1.-3. sætið. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti með 892 í 1.-4. sætið og Jón Gunnarsson er í 5. sæti með 779 atkvæði í 1.-5. sætið. Jenný Þórkalta Magnúsdóttir er í 6. sæti með 639 atkvæð í 1.-6. sæti. Samkvæmt reglum prófkjörsins þurfa bæði kynin að skipa að minnsta kosti tvö af fimm efstu sætunum. Miðað við þessar reglur víxlast sæti Jóns og Jennýar.

Alls kusu 5.146 einstaklingar í prófkjörinu en talið er að tölurnar geti breyst eftir því sem líður á kvöldið þar sem ekki er mikil blöndun á atkvæðum í kjörkössunum. Margt bendir til að þær tölur sem komar eru séu af svipuðu svæði. Stefnt er á að birta lokatölur klukkan 22 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×