Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Benedikt Bóas skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Mynd/Skjáskot „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira