Fótbolti

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neuer og Messi með verðlaunagripina.
Neuer og Messi með verðlaunagripina.
Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.

Valið kemur kannski einhverjum spánskt fyrir sjónir, en Messi skoraði hvorki né lagði upp mark í síðustu þremur leikjum Argentínu á HM.

Það kom hins vegar fáum á óvart að Manuel Neuer skyldi fá Gullhanskann sem veittur er besta markmanni mótsins.

Neuer fór á kostum í marki Þjóðverja í Brasilía og fékk aðeins á sig fjögur mörk í leikjunum sjö og hélt marki sínu hreinu í fjórgang.

Gullskórinn, sem veittur er markahæsta leikmanni mótsins, féll James Rodriguez í skaut, en hann skoraði sex mörk fyrir Kólumbíu í fimm leikjum.

Thomas Müller fékk silfurskóinn fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Þýskaland og Brasilíumaðurinn Neymar bronsskóinn en hann skoraði fjögur mörk á mótinu, líkt og Robin van Persie og Messi. Neymar spilaði hins færri mínútur en van Persie og Messi.


Tengdar fréttir

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

Úrvalslið Þýskalands á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×