Viðskipti innlent

Stærsta lán Baugs - versta fjárfesting ársins 2006

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum eigandi Baugs og núverandi eigandi 365 miðla.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum eigandi Baugs og núverandi eigandi 365 miðla.
Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær, námu heildarskuldbindingar félaga í eigu Baugs hjá Landsbankanum í London um 58 milljörðum króna, eru þá ótalin útlán Baugs hjá bankanum á Íslandi.

Ljóst er að útlán Baugs hjá Glitni og Kaupþingi voru auk þess veruleg og nema heildarskuldbindingar Baugs til viðskiptabankanna þriggja vel yfir 100 milljörðum króna.

Stærsta einstaka lánið til fyrirtækis í eigu Baugs var til bresku prentverksmiðjunnar Wyndeham Press Group. Það lán nam tæpum 35 milljörðum króna þegar bankinn fór í þrot í október síðastliðnum.

Kaupin á Wyndeham voru valin versta fjárfesting ársins 2006 samkvæmt Markaðinum.

Wyndeham er nú í eigu fjárfestingasjóðsins Walstead Investments sem festi kaup á prentsmiðjunni að mestu með yfirtöku á skuldum í desember 2008, en Landsbankinn hafði þegar afskrifað lán félagsins.

Mörg önnur félög sem voru í eigu Baugs eru Íslendingum kunnugleg, skuld þeirra við Landsbankann má sjá hér að neðan.

Goldsmiths - 9,5 milljarðar króna

Iceland Food - 8,9 milljarðar króna

House of Fraser - 5,2 milljarðar króna

Whittard of Chelsea - 2,7 milljarðar króna








Tengdar fréttir

Stökkpallurinn sem hrundi

Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög.

Fjárfestingasjóður kaupir Wyndeham prentsmiðjuna

Afskiptum Íslendinga af Wyndeham prentsmiðjunni er endanlega lokið en fjárfestingasjóðurinn Walstead Investments hefur fest kaup á prentsmiðjunni að mestu með yfirtöku á skuldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×