Vilt þú hafa áhrif á komandi kynslóðir? Helena Sjørup Eiríksdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:30 Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun