Vilt þú hafa áhrif á komandi kynslóðir? Helena Sjørup Eiríksdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:30 Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun