Vilt þú hafa áhrif á komandi kynslóðir? Helena Sjørup Eiríksdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:30 Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun