Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2020 11:34 Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum í gær að forritið yrði vonandi komið í gagnið í dag. Notendur iPhone geta náð í það í Appstore. Google er með appið í skoðun hjá sér en það ætti að verða aðgengilegt í Playstore innan tíðar. Vísir/Vilhelm Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel.
Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira