Viðskipti innlent

Jón Ásgeir: Eignir Baugs meira virði en lánin

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, segir það alrangt að lán Landsbankans í London til Wyndeham Media hafi verið lán til Baugs líkt og sagt var frá á Vísi í morgun. Hann segir að Dagsbrún, sem var að hluta til í eigu Baugs, hafi átti Wyndeham. Hann segir eignir Baugs meira virði en lánin.

„Baugur var hluthafi í Dagsbrún sem átti Wyndeham ásamt Landsbankanum. Baugur tapaði milljörðum króna á þessu vegna sjálfskuldarábyrgðar," segir Jón Ásgeir.

Aðspurður um önnur lán Landsbankans til fyrirtækja tengdum Baugi sagði Jón Ásgeir að Landsbankinn gæti í dag selt eignir Baugs og fengið meira til sín en sem nemur lánum í Landsbankanum í London. „Ég fullyrði það og veit að það er hægt að fá þetta allt til baka í dag. Guð má vita hvernig staðan verður eftir sjö ár," segir Jón Ásgeir.








Tengdar fréttir

Stærsta lán Baugs - versta fjárfesting ársins 2006

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær, námu heildarskuldbindingar félaga í eigu Baugs hjá Landsbankanum í London um 58 milljörðum króna, eru þá ótalin útlán Baugs hjá bankanum á Íslandi. Ljóst er að útlán Baugs hjá Glitni og Kaupþingi voru auk þess veruleg og heildarskuldbindingar Baugs til viðskiptabankanna þriggja sé vel yfir 100 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×