Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira