Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira