Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 11:27 Mark Zuckerberg og Elon Musk. Vísir/EPA Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira