Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 11:27 Mark Zuckerberg og Elon Musk. Vísir/EPA Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira