Sport

Barcelona á eftir Anelka

Spænska stórliðið Barcelona ætlar nú að gera lokatilraun til að kaupa franska framherjann Nicolas Anelka frá Manchester City. Forráðamenn spænska liðsins hafa mikinn huga á því að styrkja sóknarlínu sína þegar leikmannamarkaðurinn opnar á nýjan leik í janúar og telja Anelka vera rétta manninn. Þessi snjalli Frakki hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Manchester City þar sem liðið eigi ekki möguleika á því að spila í meistaradeildinni en forráðamenn Manchester City vilja ekki selja hann nema að fá fúlgur fjár fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×