Hvít jól um allt land 20. desember 2004 00:01 "Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
"Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira