Dauðsföll á Spáni ekki færri í sex vikur en efnahagurinn rjúkandi rúst Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 12:35 Sjálfboðaliði í hlífðarbúnaði tekur sýni úr íbúa á hjúkrunarheimili í Barcelona. Vísir/EPA Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01
Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54