Innlent

Hvalurinn óætur

Skipstjórinn á Hval níu segir að kjötið af langreyðinni sem dregin var á land í morgun nýtist vart til manneldis. Hvalurinn sé of stór og ekki nógu feitur.

Hvalur níu kom inn til hafnar í morgun með sextíu tonna langreyði bundna við borðstokkinn. Hvalurinn var dreginn á land og starfsmenn Hvals hófust handa skömmu síðar við að skera hvalinn.

Tuttugu ár eru síðan stórhveli var síðast veitt í atvinnuskyni við Ísland. Skipstjórinn á Hval níu reiknar með að halda aftur út til veiða í kvöld.

Hann segir að eltingaleikurinn við skepnuna hafi tekið rúman hálftíma; viðureignin sjálf var hins vegar með auðveldara móti enda skepnan róleg. Það sem mest kemur þó á óvart er að kjötið nýtist vart til manneldis, þar sem hvalurinn er of stór og horaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×