Innlent

Ekkert vandamál að selja hvalkjötið

Jón Gunnarsson gæðir sér á fyrsta hvalnum
Jón Gunnarsson gæðir sér á fyrsta hvalnum MYND/Vilhelm Gunnarsson

Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að ekki verði hægt að selja hvalkjötið sem fæst með því að hefja hvalveiðar að nýju. Engar lagalegar hindranir séu í veginum.

Jón segir að einhvern tíma taki að veiða þá hvali sem þurfi til þess að hægt verði að hefja verslun með hvalkjöt. Þegar það hafi náðst verði byrjað að selja, og aðilar í Japan hefðu þegar sýnt áhuga. Jón sagði ennfremur að það væri fáránlegt að halda því fram að langreyður sé í útrýmingarhættu.

Bæði NAMCO og Alþjóða hvalveiðiráðið staðfesti að í stofninum við Ísland séu um tuttugu og fjögur þúsund dýr, og vel sé hægt að stunda sjálfbærar veiðar úr slíkum stofni. Jón á von á því að fyrstu farmurinn af hvalkjöti fari héðan í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×