Viðskipti innlent

Finnur hættir hjá Högum og Guðmundur hjá Bónus

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Finnur Árnason hættir sem forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson kveður framkvæmdastjórastöðuna hjá Bónus.
Finnur Árnason hættir sem forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson kveður framkvæmdastjórastöðuna hjá Bónus.

Finnur Árnason hefur óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri Haga hf, að því er fram kemur í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar. 

Þar segir þó að Finnur muni starfa áfram sem forstjóri þar til stjórn félagsins hefur ráðið nýjan forstjóra í hans stað. Finnur hefur starfað fyrir Haga í 22 ár, þar af verið forstjóri í næstum 15 ár.

Þá er Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, einnig  sagður hafa óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu og mun sömuleiðis starfa áfram þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Hann hefur starfað hjá Bónus í hartnær þrjá áratugi og segir erfitt að segja skilið við fyrirtækið. 

Finnur lætur hafa eftir sér í fyrrnefndri tilkynningu að hann hafi talið þetta góðan tímapunkt fyrir sig persónulega til að segja skilið við Haga. Fyrsta heila rekstrárið eftir samruna Haga og Olís sé að baki og hann telji „gott fyrir Haga að nýr aðili taki við keflinu með ferskar hugmyndir í farteskinu,“ eins og hann orðar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×