Erlent

Segja Putin reka morðsveitir

Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. MYND/AP

Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu.

Paul Joyal, fyrrverandi þingmaður á Rússneska þinginu, var skotinn í Maryland, í Bandaríkjunum, á laugardag. Hugsanlegt er að það hafi verið gert í vopnuðu ráni, en lögreglan er ekki vissari en svo að hún hefur leitað til Alríkislögreglunnar FBI. Joyal, sem hefur gagnrýnt stjórnvöld í Moskvu harkalega, var vinur Alexanders Litvinenko, sem lést af völdum geislaeitrunum í Lundúnum í nóvember síðastliðnum.

Blaðamaðurinn Ivan Safronov lést þegar hann féll niður af fjórðu hæð íbúðablokkar sinnar. Einnig hann var harður gagnrýndandi Vladimirs Putins. Rússneska lögreglan segir hann hafa framið sjálfsmorð, en það þykir grunsamlegt að Safronov bjó á annarri hæð hússins, en ekki þeirri fjórðu.

Rússneskir útlagar á Vesturlöndum segja að með morðinu á Litvinenko og þessum atburðum sé verið að senda andstæðingum Putins þau skilaboð að hægt sé að ná til þeirra hvar sem er, og hvenær sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×