Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 17:21 Alþingi í dag. Fámennt í þingsal vegna sóttvarna. Vísir/Vilhelm Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín. Lögreglan Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín.
Lögreglan Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira