Erlent

Latur þjófur

Antík verslunin var tóm, þegar Johan Dumon kom heim úr sumarfríi.
Antík verslunin var tóm, þegar Johan Dumon kom heim úr sumarfríi.

Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum.

Við rannsókn á innbrotinu kom í ljós að þjófurinn hafði ekki nennt að baslast burt með vörurnar. Hann setti þess í stað upp auglýsingaskilti og hélt tveggja daga útsölu. Talið er að hann hafi haft um tvær milljónir króna upp úr krafsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×