Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur Guðmundsson er með tvo bolta á lofti sem þjálfari landsliðsins og Melsungen í Þýskalandi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti