Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi Björn Þorfinnsson skrifar 29. nóvember 2019 08:30 Kínverskir ferðamenn eyða mest allra þeirra sem sækja Ísland heim. Vísir/Valli Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira