Íslenski boltinn

KR-völlurinn í kapphlaupi við tímann | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Útlitið ekki gott í vesturbænum.
Útlitið ekki gott í vesturbænum. Vísir/Vilhelm
„Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu.

Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.

Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel
„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur?

„Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.

Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/Vilhelm
Betri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00.

„Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum.

Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna.

„Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.

Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/Daníel
Vísir/Daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×