Innlent

Kolfinna býður sig fram fyrir VG

Kolfinna Baldvinsdóttir býður sig fram fyrir VG í Suðvestur-kjördæmi.
Kolfinna Baldvinsdóttir býður sig fram fyrir VG í Suðvestur-kjördæmi.

Kolfinna Baldvinsdóttir fjölmiðlakona, dóttir Jóns Baldvin Hannibalssonar og Bryndísar Schram, er meðal frambjóðenda í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvestur-kjördæmi. Faðir hennar hefur hins vegar boðið sig fram á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Alls buðu fimmtán manns sig fram í forvali Vinstri grænna í kraganum. Ögmundur Jónasson ráðherra gefur kost á sér í annað sætið en styður Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í efsta sæti.

Aðrir frambjóðendur eru Einar Ólafsson bókavörður, Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður, Mireya Samper mynlistakona, Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður, Guðmundur Auðunsson stjórnmálafræðingur, Andrés Magnússon geðlæknir, Karólína Einarsdóttir líffræðingur, Ása Björk Ólafsdóttir héraðsprestur, Karl S. Óskarsson sölustjóri, Margrét Pétursdóttir verkakona, Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Kristján Hreinsson skáld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×