Tekist á um „svanga huldumenn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 17:55 Matarkostnadur á borgarstjórnarfundum hefur verið í brennidepli. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44
Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30