Hver Íslendingur sóar að jafnaði níutíu kílóum af mat árlega Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 12:42 Niðurstöður benda til að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Vísir/vilhelm Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins. Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins.
Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira