Hæstiréttur staðfestir endanlega fimmtíu milljóna króna sekt Eimskips Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 09:00 Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið gerði Eimskip að greiða stendur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í morgun. Er niðurstaðan í takt við fyrri dóma í málinu fyrir héraði og Landsrétti. Eimskip þarf einnig að greiða ríkinu 1,2 milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir þar sem það kynni að hafa fordæmisgildi hvað varðaði skýringu á innherjaupplýsingum og hvenær upplýsingaskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti myndast. Í málinu var deilt um ákvörðun FME að sekta Eimskip um fimmtíu milljónir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma. Drög lágu fyrir viku fyrr Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem Eimskip birti ársfjórðungsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs. EBITDA og afkomuspá höfðu hækkað vel á milli ára og var uppgjörið samþykkt á fundi stjórnar sama dag. Daginn eftir var haldin fjárfestakynning þar sem farið var yfir málin. Sama dag hækkað gengi bréfa í félaginu verulega og áfram hækkuðu þau eftir helgina. FME gerði athugasemd við það að drög að árshlutauppgjörinu hefðu legið fyrir þann 20. maí 2016. Eimskip hefði samkvæmt lögum átt að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið væri. Var vísað til jafnræðisgrundvallar. Ella hefði Eimskip átt að festa birtingu upplýsinganna. Þar sem hvorugt hefði verið gert hefði skipafélagið brotið lög um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hefði í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hefðu orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir. Lokaútgáfa uppgjörsins hefði svo verið samþykkt 26. maí. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram nægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Lögum samkvæmt skal refsing við brotum sem þessum nema að lágmarki 800 þúsund krónum en að hámarki 800 milljón krónum. Dómur Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var, líkt og í héraðsdómi, vísað til þess að í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefði því verið slegið föstu að einstaka atburður eða aðstæður í þrepaskiptu ferli gæti eitt og sér falið í sér nægjanlega tilgreindar upplýsingar við skilgreiningu innherjaupplýsinga samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði. Drög að árshlutareikningi gætu ótvírætt talist atburður í slíku þrepaskiptu ferli sem miði að samþykkt og birtingu hans. Var jafnframt tekið fram að upplýsingar í afkomuspá Eimskips hefðu ekki haft sömu þýðingu við mat á tilvist innherjaupplýsinga og rauntölur úr rekstri. Umræddar upplýsingar hafi því 20. maí 2016 verið nægilega tilgreindar og líklegar einar og sér til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa í Eimskip. Var einnig vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna skuli birta innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Tekið var fram að sú þrenging á gildissviði þeirrar reglu, sem ráða mætti af 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, ætti sér ekki lagastoð í fyrrnefndu lagaákvæði. Tilkynningarskyldan yrði því sem meginregla virk um leið og innherjaupplýsingar myndast.Fréttin hefur verið uppfærð með dómi Hæstaréttar. Dómsmál Markaðir Tengdar fréttir Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43 50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið gerði Eimskip að greiða stendur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í morgun. Er niðurstaðan í takt við fyrri dóma í málinu fyrir héraði og Landsrétti. Eimskip þarf einnig að greiða ríkinu 1,2 milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir þar sem það kynni að hafa fordæmisgildi hvað varðaði skýringu á innherjaupplýsingum og hvenær upplýsingaskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti myndast. Í málinu var deilt um ákvörðun FME að sekta Eimskip um fimmtíu milljónir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma. Drög lágu fyrir viku fyrr Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem Eimskip birti ársfjórðungsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs. EBITDA og afkomuspá höfðu hækkað vel á milli ára og var uppgjörið samþykkt á fundi stjórnar sama dag. Daginn eftir var haldin fjárfestakynning þar sem farið var yfir málin. Sama dag hækkað gengi bréfa í félaginu verulega og áfram hækkuðu þau eftir helgina. FME gerði athugasemd við það að drög að árshlutauppgjörinu hefðu legið fyrir þann 20. maí 2016. Eimskip hefði samkvæmt lögum átt að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið væri. Var vísað til jafnræðisgrundvallar. Ella hefði Eimskip átt að festa birtingu upplýsinganna. Þar sem hvorugt hefði verið gert hefði skipafélagið brotið lög um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hefði í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hefðu orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir. Lokaútgáfa uppgjörsins hefði svo verið samþykkt 26. maí. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram nægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Lögum samkvæmt skal refsing við brotum sem þessum nema að lágmarki 800 þúsund krónum en að hámarki 800 milljón krónum. Dómur Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var, líkt og í héraðsdómi, vísað til þess að í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefði því verið slegið föstu að einstaka atburður eða aðstæður í þrepaskiptu ferli gæti eitt og sér falið í sér nægjanlega tilgreindar upplýsingar við skilgreiningu innherjaupplýsinga samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði. Drög að árshlutareikningi gætu ótvírætt talist atburður í slíku þrepaskiptu ferli sem miði að samþykkt og birtingu hans. Var jafnframt tekið fram að upplýsingar í afkomuspá Eimskips hefðu ekki haft sömu þýðingu við mat á tilvist innherjaupplýsinga og rauntölur úr rekstri. Umræddar upplýsingar hafi því 20. maí 2016 verið nægilega tilgreindar og líklegar einar og sér til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa í Eimskip. Var einnig vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna skuli birta innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Tekið var fram að sú þrenging á gildissviði þeirrar reglu, sem ráða mætti af 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, ætti sér ekki lagastoð í fyrrnefndu lagaákvæði. Tilkynningarskyldan yrði því sem meginregla virk um leið og innherjaupplýsingar myndast.Fréttin hefur verið uppfærð með dómi Hæstaréttar.
Dómsmál Markaðir Tengdar fréttir Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43 50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43
50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31