Hreyfing sem meðferð 2. nóvember 2011 22:30 Jón Steinar Jónsson læknir. Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira